Færeyskir þingmenn vildu ekki verða þingkonur Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 18:45 Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Vísir/Getty Færeyska þingið felldi í gær lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Kringvarpið fjallaði um málið í gær í fréttaþættinum Dagur og vika þar sem nokkrir karlkyns þingmenn voru spurðir álits. Ávarpaði fréttamaðurinn þá alla sem þingkonur í upphafi spurningarinnar, sem kallaði fram misjöfn viðbrögð hjá þingmönnunum. „Ég er lögþingsmanneskja fyrir Sambandsflokkinn, við skulum segja það,“ sagði Johan Dahl, þingmaður Sambandsflokksins, aðspurður hvort hann tæki undir tillöguna um að kvenkyns þingmenn yrðu þingkonur samkvæmt lögum. Hann sagði það ekki breyta neinu fyrir sig ef konurnar yrðu kallaðar þingkonur. Högni Hoydal, þingmaður Tjóðveldi, hló þegar hann var ávarpaður sem þingkona. „Maður verður að athuga að maður hefur breiðari merkingu,“ sagði Jenis av Rana, þingmaður Miðflokksins eftir að hafa spurt fréttamanninn hvort það væru mismæli þegar hann var ávarpaður sem þingkona. Bill Justinusson samflokksmaður hans tók svipaðan pól í hæðina og sagði orðið kona ekki þýða manneskja, en maður næði yfir bæði kyn. Þá voru misjafnar skoðanir á því hvernig þeim þætti að vera allir kallaðir þingkonur ef það hefði viðgengist í einhver ár. Töldu einhverjir það vera undarlegt en flestir voru þingmennirnir þó sammála um það að þingkonurnar mættu kalla sig þingkonur, þó það væri ekki lögfest heiti. Hér má sjá innslagið í Degi og viku en það hefst á mínútu 02:00. Færeyjar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Færeyska þingið felldi í gær lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Kringvarpið fjallaði um málið í gær í fréttaþættinum Dagur og vika þar sem nokkrir karlkyns þingmenn voru spurðir álits. Ávarpaði fréttamaðurinn þá alla sem þingkonur í upphafi spurningarinnar, sem kallaði fram misjöfn viðbrögð hjá þingmönnunum. „Ég er lögþingsmanneskja fyrir Sambandsflokkinn, við skulum segja það,“ sagði Johan Dahl, þingmaður Sambandsflokksins, aðspurður hvort hann tæki undir tillöguna um að kvenkyns þingmenn yrðu þingkonur samkvæmt lögum. Hann sagði það ekki breyta neinu fyrir sig ef konurnar yrðu kallaðar þingkonur. Högni Hoydal, þingmaður Tjóðveldi, hló þegar hann var ávarpaður sem þingkona. „Maður verður að athuga að maður hefur breiðari merkingu,“ sagði Jenis av Rana, þingmaður Miðflokksins eftir að hafa spurt fréttamanninn hvort það væru mismæli þegar hann var ávarpaður sem þingkona. Bill Justinusson samflokksmaður hans tók svipaðan pól í hæðina og sagði orðið kona ekki þýða manneskja, en maður næði yfir bæði kyn. Þá voru misjafnar skoðanir á því hvernig þeim þætti að vera allir kallaðir þingkonur ef það hefði viðgengist í einhver ár. Töldu einhverjir það vera undarlegt en flestir voru þingmennirnir þó sammála um það að þingkonurnar mættu kalla sig þingkonur, þó það væri ekki lögfest heiti. Hér má sjá innslagið í Degi og viku en það hefst á mínútu 02:00.
Færeyjar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira