„Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 08:00 Fylkismenn eru klárir í úrslitaleikinn um helgina. vísir/s2s Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt
Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira