Bjarni sagði sögur af glaumgosa: Þurfti að hoppa úr liðsrútunni á leið í leik því hann sá reyk úr íbúðinni sinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 16:15 Andy van der Meyde í leik með Everton. vísir/getty Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira