Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2020 16:42 Sema Erla vandar þeim félögum ekki kveðjurnar og sakar þá um rasisma og stæka kvenfyrirlitningu. Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“ Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“
Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40
Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32