Æðislegt að spila með fyrirmyndinni: „Hún er líka mjög skemmtilegur karakter“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 19:00 Karen Lind, Elísabet Sunna og Gunnhildur Hekla frá GKG voru ánægðar með daginn. mynd/stöð 2 „Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu Golf Sportpakkinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu
Golf Sportpakkinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira