2 dagar í Pepsi Max: Eignaðist framtíðarlandsliðsmann og varð Íslandsmeistari á sama sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 12:15 Tryggvi Hrafn Haraldsson fæddist á sama sólarhring og faðir hans, Haraldur Ingólfsson, varð Íslandsmeistari fimmta árið í röð með Skagamönnum. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti