Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 12:36 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira