Lífið

Netflix frumsýnir fyrstu stikluna úr Eurovision mynd Will Ferrell

Stefán Árni Pálsson skrifar
Styttist í frumsýningu á kvikmyndinni sem Íslendingar bíða margir hverjir eftir. 
Styttist í frumsýningu á kvikmyndinni sem Íslendingar bíða margir hverjir eftir. 

Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.

Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk.

Fjölmargir Íslendingar leika einnig í kvikmyndinni og má þar meðal annars nefna þau: Jóhannes Hauk, Ólaf Darra, Nínu Dögg, Björn Hlyn, Jói Jóhannsson og fjölmargir aðrir.

Fyrir stuttu kom út fyrsta stiklan úr kvikmyndinni sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.