Pablo Punyed var í stóru hlutverki hjá KR sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum í fyrra. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Pablos en hann var í Stjörnuliðinu sem varð meistari 2014 án þess að tapa leik. El Salvadorinn kom fyrst til Íslands til að spila fótbolta 2012 og hefur ílengst hér á landi. Auk KR og Stjörnunnar hefur hann leikið með Fjölni, Fylki og ÍBV sem hann varð bikarmeistari með 2017. Pablo og félagar í KR unnu Víking, 1-0, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudaginn, í generalprufunni fyrir Pepsi Max-deildina. Vilja vinna allt „Það var gott að vinna þennan leik. Við reynum alltaf að vinna alla titla sem í boði eru. Við unnum Reykjavíkurmótið og vorum í góðum málum í Lengjubikarnum áður en keppni var hætt þar,“ sagði Pablo í samtali við Vísi. KR-ingar fagna sigrinum í Meistarakeppninni.vísir/hag Hann kom í KR haustið 2017, á sama tíma og Rúnar Kristinsson sneri aftur í vesturbæinn. Tímabilið 2018 endaði KR í 3. sæti og náði Evrópusæti. Það var samt bara lognið á undan storminum því KR-ingar voru langbestir í Pepsi Max-deildinni í fyrra. KR vann sextán af 22 leikjum sínum og fékk 52 stig, fjórtán stigum meira en silfurlið Breiðabliks. Vill forðast mistökin frá 2015 „Eins og Rúnar hefur sagt erum við ekki að reyna að halda titlinum. Við ætlum að vinna hann. Við þurfum bara að byrja aftur frá núlli. Þetta verður miklu erfiðara en í fyrra,“ sagði Pablo sem hefur reynslu af titilvörn sem gekk illa. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2014 var Stjarnan ekki nálægt því að verja titilinn og endaði í 4. sæti. „Það var miklu erfiðara tímabil því allir vildu vinna okkur. Með alla okkar reynslu á KR ekki að gera sömu mistök. Ég lærði af þessu og vill ekki gera sömu mistökin aftur. Ég vil vinna aftur.“ Pablo segir að pressan í KR sé mikil og andstæðingar þeirra svarthvítu mæti alltaf af fullum krafti í leiki gegn þeim. Pablo lék alla 22 leiki KR í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði þrjú, þ.á.m. stórglæsilegt sigurmark gegn Val með skoti beint úr aukaspyrnu.vísir/hag „Allir vilja vinna KR. Í deildinni eigum við alltaf 22 úrslitaleiki. Liðin mæta alltaf tilbúin gegn KR,“ sagði Pablo. El Salvadorinn ber Rúnari vel söguna og segir hann afar færan í sínu starfi. „Hann er frábær. Hann er mjög góður að byggja upp lið og halda góðum kúltúr sem er mikilvægt. Það er mjög einfalt að vinna með honum og allir bera svo mikla virðingu fyrir honum. Við lærum mikið af honum og hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari.“ Kynntist konunni í St. John's Pablo fæddist á Miami í Flórída 18. apríl 1990 en ólst upp í El Salvador, heimalandi föður síns. Hann spilaði með St. John's háskólanum í New York þar sem hann hitti konu sína, Rúnu Sif Stefánsdóttur. Hún er uppalin hjá Fjölni en varð tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni, fyrst 2013 og og svo 2014, sama ár og Pablo varð meistari með Garðabæjarliðinu. Þau eiga eitt barn saman. Hún var fyrsta íslenska manneskjan sem ég hitti. Ég kom hingað til að hitta hana og fjölskyldu hennar og var alltaf með takkaskóna með. Ég æfði með Þrótti R. og Fjölni. Planið var ekki að vera á Íslandi en svo bauð Fjölnir mér samning. Ég hugsaði að það væri fínt í eitt tímabil en átta árum síðar er ég enn hér. St. John's háskólinn sem þau Rúna voru í er kannski helst þekktur fyrir sterkt körfuboltalið en þar hafa leikmenn á borð við Chris Mullin og Mark Jackson spilað. Fótboltalið skólans var einnig mjög sterkt á þeim tíma sem Pablo var þar við nám. Ætlaði ekki í háskólaboltann „Þetta var geggjað lið, mjög góðar aðstæður og gott þjálfarateymi. Allt umhverfið var mjög faglegt og ég lærði mikið þar,“ sagði Pablo. Að hans sögn var stefnan ekki sett í háskólaboltann í Bandaríkjunum. „Ég var 15-16 ára og foreldrar mínir voru alltaf að segja að ég þyrfti að fara í háskóla. Margir háskólar buðu mér samning, ég fór í nokkrar ferðir til að skoða skóla en valdi St. John's.“ Pablo kann vel við sig á Íslandi og hefur haldið kyrru fyrir hér þrátt fyrir að hafa átt þess kost að spila annars staðar. Pablo glaður í bragði eftir að KR-ingar fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan síðasta haust.vísir/daníel „Ég hef fengið nokkur tilboð en okkur konunni líður vel hérna. Á meðan ég er að berjast um titla er ég ánægður. Mig langar að vera hluti af íslensku liði sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni,“ sagði Pablo. Meira einstaklingsframtak Hann hefur leikið með salvadorska landsliðinu síðan 2014, alls 24 leiki og skorað þrjú mörk. „Fótboltinn þar er öðruvísi. Í Evrópu er meira lagt upp úr taktík en í Mið- og Suður-Ameríku er meira um einstaklingsframtak,“ sagði Pablo. „En ég er mjög heppinn og stoltur af því að vera í landsliðinu. Það er held ég draumur hvers leikmanns að spila fyrir landið sitt.“ El Salvador hefur tvisvar komist á HM, 1970 og 1982. Pablo segir að það væri draumur að spila á heimsmeistaramóti. Við stefnum á að fara á HM í Katar. Vonandi tekst það. Við erum á góðri leið og með mjög gott þjálfarateymi og góða leikmenn. En litlu atriðin, þetta eina prósent skiptir máli eins og Lars og Heimir töluðu alltaf um þegar þeir voru með íslenska landsliðið. El Salvador getur lært mikið af þessum hugsunarhætti. Hann lék allan tímann þegar salvadorska landsliðið mætti því íslenska í vináttulandsleik í Bandaríkjunum í janúar. Íslendingar unnu leikinn 0-1 með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar, fyrrverandi leikmanns KR. Pablo á sér draum um að spila á HM 2022 með El Salvador.vísir/hag Pablo situr ekki auðum höndum utan vallar og er með einstaklingsþjálfun í fótbolta ásamt samherja sínum í KR, hinum danska Tobias Thomsen. „Við tökum yngri leikmenn og reynum að auka færni þeirra á öllum sviðum. Þetta er svona afreksþjálfun. Mér finnst þetta frábært og við höfum þjálfað nokkra krakka. Ég tel að við getum gefið aðeins til baka til yngri leikmanna,“ sagði Pablo að lokum. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Erfiðara í ár eftir yfirburðina í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. júní 2020 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn
Pablo Punyed var í stóru hlutverki hjá KR sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum í fyrra. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Pablos en hann var í Stjörnuliðinu sem varð meistari 2014 án þess að tapa leik. El Salvadorinn kom fyrst til Íslands til að spila fótbolta 2012 og hefur ílengst hér á landi. Auk KR og Stjörnunnar hefur hann leikið með Fjölni, Fylki og ÍBV sem hann varð bikarmeistari með 2017. Pablo og félagar í KR unnu Víking, 1-0, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudaginn, í generalprufunni fyrir Pepsi Max-deildina. Vilja vinna allt „Það var gott að vinna þennan leik. Við reynum alltaf að vinna alla titla sem í boði eru. Við unnum Reykjavíkurmótið og vorum í góðum málum í Lengjubikarnum áður en keppni var hætt þar,“ sagði Pablo í samtali við Vísi. KR-ingar fagna sigrinum í Meistarakeppninni.vísir/hag Hann kom í KR haustið 2017, á sama tíma og Rúnar Kristinsson sneri aftur í vesturbæinn. Tímabilið 2018 endaði KR í 3. sæti og náði Evrópusæti. Það var samt bara lognið á undan storminum því KR-ingar voru langbestir í Pepsi Max-deildinni í fyrra. KR vann sextán af 22 leikjum sínum og fékk 52 stig, fjórtán stigum meira en silfurlið Breiðabliks. Vill forðast mistökin frá 2015 „Eins og Rúnar hefur sagt erum við ekki að reyna að halda titlinum. Við ætlum að vinna hann. Við þurfum bara að byrja aftur frá núlli. Þetta verður miklu erfiðara en í fyrra,“ sagði Pablo sem hefur reynslu af titilvörn sem gekk illa. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2014 var Stjarnan ekki nálægt því að verja titilinn og endaði í 4. sæti. „Það var miklu erfiðara tímabil því allir vildu vinna okkur. Með alla okkar reynslu á KR ekki að gera sömu mistök. Ég lærði af þessu og vill ekki gera sömu mistökin aftur. Ég vil vinna aftur.“ Pablo segir að pressan í KR sé mikil og andstæðingar þeirra svarthvítu mæti alltaf af fullum krafti í leiki gegn þeim. Pablo lék alla 22 leiki KR í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði þrjú, þ.á.m. stórglæsilegt sigurmark gegn Val með skoti beint úr aukaspyrnu.vísir/hag „Allir vilja vinna KR. Í deildinni eigum við alltaf 22 úrslitaleiki. Liðin mæta alltaf tilbúin gegn KR,“ sagði Pablo. El Salvadorinn ber Rúnari vel söguna og segir hann afar færan í sínu starfi. „Hann er frábær. Hann er mjög góður að byggja upp lið og halda góðum kúltúr sem er mikilvægt. Það er mjög einfalt að vinna með honum og allir bera svo mikla virðingu fyrir honum. Við lærum mikið af honum og hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari.“ Kynntist konunni í St. John's Pablo fæddist á Miami í Flórída 18. apríl 1990 en ólst upp í El Salvador, heimalandi föður síns. Hann spilaði með St. John's háskólanum í New York þar sem hann hitti konu sína, Rúnu Sif Stefánsdóttur. Hún er uppalin hjá Fjölni en varð tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni, fyrst 2013 og og svo 2014, sama ár og Pablo varð meistari með Garðabæjarliðinu. Þau eiga eitt barn saman. Hún var fyrsta íslenska manneskjan sem ég hitti. Ég kom hingað til að hitta hana og fjölskyldu hennar og var alltaf með takkaskóna með. Ég æfði með Þrótti R. og Fjölni. Planið var ekki að vera á Íslandi en svo bauð Fjölnir mér samning. Ég hugsaði að það væri fínt í eitt tímabil en átta árum síðar er ég enn hér. St. John's háskólinn sem þau Rúna voru í er kannski helst þekktur fyrir sterkt körfuboltalið en þar hafa leikmenn á borð við Chris Mullin og Mark Jackson spilað. Fótboltalið skólans var einnig mjög sterkt á þeim tíma sem Pablo var þar við nám. Ætlaði ekki í háskólaboltann „Þetta var geggjað lið, mjög góðar aðstæður og gott þjálfarateymi. Allt umhverfið var mjög faglegt og ég lærði mikið þar,“ sagði Pablo. Að hans sögn var stefnan ekki sett í háskólaboltann í Bandaríkjunum. „Ég var 15-16 ára og foreldrar mínir voru alltaf að segja að ég þyrfti að fara í háskóla. Margir háskólar buðu mér samning, ég fór í nokkrar ferðir til að skoða skóla en valdi St. John's.“ Pablo kann vel við sig á Íslandi og hefur haldið kyrru fyrir hér þrátt fyrir að hafa átt þess kost að spila annars staðar. Pablo glaður í bragði eftir að KR-ingar fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan síðasta haust.vísir/daníel „Ég hef fengið nokkur tilboð en okkur konunni líður vel hérna. Á meðan ég er að berjast um titla er ég ánægður. Mig langar að vera hluti af íslensku liði sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni,“ sagði Pablo. Meira einstaklingsframtak Hann hefur leikið með salvadorska landsliðinu síðan 2014, alls 24 leiki og skorað þrjú mörk. „Fótboltinn þar er öðruvísi. Í Evrópu er meira lagt upp úr taktík en í Mið- og Suður-Ameríku er meira um einstaklingsframtak,“ sagði Pablo. „En ég er mjög heppinn og stoltur af því að vera í landsliðinu. Það er held ég draumur hvers leikmanns að spila fyrir landið sitt.“ El Salvador hefur tvisvar komist á HM, 1970 og 1982. Pablo segir að það væri draumur að spila á heimsmeistaramóti. Við stefnum á að fara á HM í Katar. Vonandi tekst það. Við erum á góðri leið og með mjög gott þjálfarateymi og góða leikmenn. En litlu atriðin, þetta eina prósent skiptir máli eins og Lars og Heimir töluðu alltaf um þegar þeir voru með íslenska landsliðið. El Salvador getur lært mikið af þessum hugsunarhætti. Hann lék allan tímann þegar salvadorska landsliðið mætti því íslenska í vináttulandsleik í Bandaríkjunum í janúar. Íslendingar unnu leikinn 0-1 með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar, fyrrverandi leikmanns KR. Pablo á sér draum um að spila á HM 2022 með El Salvador.vísir/hag Pablo situr ekki auðum höndum utan vallar og er með einstaklingsþjálfun í fótbolta ásamt samherja sínum í KR, hinum danska Tobias Thomsen. „Við tökum yngri leikmenn og reynum að auka færni þeirra á öllum sviðum. Þetta er svona afreksþjálfun. Mér finnst þetta frábært og við höfum þjálfað nokkra krakka. Ég tel að við getum gefið aðeins til baka til yngri leikmanna,“ sagði Pablo að lokum.
Pepsi Max-spáin 2020: Erfiðara í ár eftir yfirburðina í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. júní 2020 10:00