Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:26 Stjórnarráðið. Samkvæmt nýjum lögum hefur forsætisráðherra heimild til þess að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vilhelm/Vísír Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira