Þorvaldur segir að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórmálastétt Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 15:49 Þeir sem vilja kynna sér hagfræðilegan ágreining Bjarna Benediktssonar og Þorvaldar Bjarnasonar gerðu margt vitlausara en lesa nýja grein Þorvaldar í Tímariti máls og menningar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar. Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar.
Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42