Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2020 19:31 Díana Katrín Þorsteinsdóttir hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan. Kynþáttafordómar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan.
Kynþáttafordómar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira