Mannleg mistök orsök strands við Helguvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 18:24 Fjordvik strandaði í Helguvík í nóvember 2018. Vísir/Jóhann K. Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla. Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.
Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira