Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 21:44 „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira