Rasmus með höfuðverk í sólarhring eftir leikinn við KR: „Vissi alveg að það væru ekki tveir boltar“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 14:30 Rasmus Christiansen og Tobias Thomsen skullu illa saman í leiknum á laugardag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
„Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30
Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00