„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 07:30 Aly Keita er markmaður og fyrirliði Östersund. VÍSIR/GETTY Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax. Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax.
Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira