Tvö ár síðan Hannes sá við Messi og Alfreð komst í sögubækurnar | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 23:00 Íslenska liðið fagnar fyrsta marki sínu í sögu lokakeppni HM. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Í dag eru komin tvö ár síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistramótinu í fótbolta. Sögulegur leikur í alla staði þar sem Alfreð Finnbogason skaut sér í sögubækur HM og Hannes Þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Lionel Messi, besta knattspyrnumanns allra tíma. Þann 16. júní sumarið 2018 mættust Argentína og Ísland á Spartak-vellinum í Moskvu. Íslendingar fylktu liði á völlinn enda fyrsti leikur Íslands á HM og mikil bjartsýni eftir stórkostlegt gengi á EM í Frakklandi tveimur árum áður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, stillti upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem það var ljóst að þriggja manna miðja liðsins fékk það hlutverk að kæfa Messi. Segja má að sú áætlun hafi gengið fullkomlega upp. The matches keep on coming!Next up: #ARGISL pic.twitter.com/gbtQB307a6— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Það voru engir aukvisar í liði Argentínu ásamt Messi voru menn á borð við Javier Mascherano, Marcos Rojo, Nicolas Otamendi, Angel Di Maria og Sergio Aguero. Eins og við mátti búast voru Íslendingar töluvert minna með boltann í leiknum en það skiptir ekki alltaf öllu máli. Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum var Birkir Bjarnason næstum búinn að leika sama leik og hann gerði á Evrópumótinu tveimur árum fyrr þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á mótinu. Argentínumenn voru í vandræðum aftast og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson vann boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann gaf á Jóhann Berg Guðmundsson sem átti skot að marki sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir fætur Birkis sem var á auðum sjó á fjærstönginni. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að skora fyrsta mark Íslands á HM líkt og hann gerði á EM tveimur árum áður.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Því miður fyrir Birki og Ísland voru honum mislagðir fætur og fór skot hans á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það var svo tíu mínútum síðar sem Argentína komst yfir. Marcos Rojo átti eitt af sínum hörmulegu langskotum lengst utan af velli en því miður fyrir íslenska liðið endaði skotið í löppunum á Kun Aguero sem var staðsettur rétt við vítapunkt íslenska vítateigsins. Aguero tók við boltanum, lék honum frá Ragnari Sigurðssyni miðverði og svoleiðis lúðraði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið á marki Hannesar Þórs. Algjörlega óverjandi enda ekki minni menn en David De Gea og Alisson fengið á sig svipuð mörk gegn þessum magnaða framherja. Það var svo fjórum mínútum síðar sem Alfreð Finnbogason skráði sig nafn sitt í sögubækurnar með fyrsta marki Íslands á HM í fótbolta. Að reyna lýsa því marki er nær ómögulegt en alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gerði okkur þann greiða að birta það á Twitter-síðu sinni í dag. Raunar var aðdragandi marksins enn lengri en það er óþarfi að kryfja hann hér. Two years ago today, @A_Finnbogason wrote his name into Iceland sporting history by scoring the country's first #WorldCup goal #OnThisDay | @footballiceland pic.twitter.com/97mHd0xjs0— FIFA.com (@FIFAcom) June 16, 2020 Undir lok fyrri hálfleiks átti Gylfi Þór Sigurðsson tvær góðar tilraunir að marki Argentínu en önnur var varin og hin fór framhjá. Því var staðan enn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eftir rúmlega klukkutíma leik var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon sem keyrði sóknarmann Argentínu niður í teignum. „Góðu fréttirnar eru þær að Lionel Messi skorar alls ekkert úr öllum vítunum sínum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingu sinni á leiknum. Og viti menn, Guðmundur hafði rétt fyrir sér. Hannes Þór og Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, höfðu farið yfir vítaspyrnur Messi og Hannes las hann eins og opna bók. Fór til hægri frá sér séð og varði vítaspyrnuna frábærlega. Staðan því enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Hannes Þór hugsar eflaust enn um það þegar hann varði víti frá Lionel Messi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Raunar fékk hvorugt liðið almennilegt færi það sem eftir lifði leiks en Cristian Pavón átti stórhættulega fyrirgjöf þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sem flaug yfir alla í vítateignum og Hannes náði á einhvern ótrúlegan hátt að blaka í horn. „Frumraun Íslands er geggjuð frumraun. Við tökum eitt stig hér í fyrsta leiknum gegn Argentínu, gegn Lionel Messi,“ sagði Gummi Ben alveg búinn á því í leikslok. Íslenska liðið fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Leiknum lauk eins og frægt er með 1-1 jafntefli en því miður náði íslenska liðið ekki að fylgja því eftir gegn Nígeríu og Króatíu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Í dag eru komin tvö ár síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistramótinu í fótbolta. Sögulegur leikur í alla staði þar sem Alfreð Finnbogason skaut sér í sögubækur HM og Hannes Þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Lionel Messi, besta knattspyrnumanns allra tíma. Þann 16. júní sumarið 2018 mættust Argentína og Ísland á Spartak-vellinum í Moskvu. Íslendingar fylktu liði á völlinn enda fyrsti leikur Íslands á HM og mikil bjartsýni eftir stórkostlegt gengi á EM í Frakklandi tveimur árum áður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, stillti upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem það var ljóst að þriggja manna miðja liðsins fékk það hlutverk að kæfa Messi. Segja má að sú áætlun hafi gengið fullkomlega upp. The matches keep on coming!Next up: #ARGISL pic.twitter.com/gbtQB307a6— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Það voru engir aukvisar í liði Argentínu ásamt Messi voru menn á borð við Javier Mascherano, Marcos Rojo, Nicolas Otamendi, Angel Di Maria og Sergio Aguero. Eins og við mátti búast voru Íslendingar töluvert minna með boltann í leiknum en það skiptir ekki alltaf öllu máli. Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum var Birkir Bjarnason næstum búinn að leika sama leik og hann gerði á Evrópumótinu tveimur árum fyrr þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á mótinu. Argentínumenn voru í vandræðum aftast og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson vann boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann gaf á Jóhann Berg Guðmundsson sem átti skot að marki sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir fætur Birkis sem var á auðum sjó á fjærstönginni. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að skora fyrsta mark Íslands á HM líkt og hann gerði á EM tveimur árum áður.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Því miður fyrir Birki og Ísland voru honum mislagðir fætur og fór skot hans á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það var svo tíu mínútum síðar sem Argentína komst yfir. Marcos Rojo átti eitt af sínum hörmulegu langskotum lengst utan af velli en því miður fyrir íslenska liðið endaði skotið í löppunum á Kun Aguero sem var staðsettur rétt við vítapunkt íslenska vítateigsins. Aguero tók við boltanum, lék honum frá Ragnari Sigurðssyni miðverði og svoleiðis lúðraði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið á marki Hannesar Þórs. Algjörlega óverjandi enda ekki minni menn en David De Gea og Alisson fengið á sig svipuð mörk gegn þessum magnaða framherja. Það var svo fjórum mínútum síðar sem Alfreð Finnbogason skráði sig nafn sitt í sögubækurnar með fyrsta marki Íslands á HM í fótbolta. Að reyna lýsa því marki er nær ómögulegt en alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gerði okkur þann greiða að birta það á Twitter-síðu sinni í dag. Raunar var aðdragandi marksins enn lengri en það er óþarfi að kryfja hann hér. Two years ago today, @A_Finnbogason wrote his name into Iceland sporting history by scoring the country's first #WorldCup goal #OnThisDay | @footballiceland pic.twitter.com/97mHd0xjs0— FIFA.com (@FIFAcom) June 16, 2020 Undir lok fyrri hálfleiks átti Gylfi Þór Sigurðsson tvær góðar tilraunir að marki Argentínu en önnur var varin og hin fór framhjá. Því var staðan enn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eftir rúmlega klukkutíma leik var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon sem keyrði sóknarmann Argentínu niður í teignum. „Góðu fréttirnar eru þær að Lionel Messi skorar alls ekkert úr öllum vítunum sínum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingu sinni á leiknum. Og viti menn, Guðmundur hafði rétt fyrir sér. Hannes Þór og Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, höfðu farið yfir vítaspyrnur Messi og Hannes las hann eins og opna bók. Fór til hægri frá sér séð og varði vítaspyrnuna frábærlega. Staðan því enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Hannes Þór hugsar eflaust enn um það þegar hann varði víti frá Lionel Messi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Raunar fékk hvorugt liðið almennilegt færi það sem eftir lifði leiks en Cristian Pavón átti stórhættulega fyrirgjöf þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sem flaug yfir alla í vítateignum og Hannes náði á einhvern ótrúlegan hátt að blaka í horn. „Frumraun Íslands er geggjuð frumraun. Við tökum eitt stig hér í fyrsta leiknum gegn Argentínu, gegn Lionel Messi,“ sagði Gummi Ben alveg búinn á því í leikslok. Íslenska liðið fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Leiknum lauk eins og frægt er með 1-1 jafntefli en því miður náði íslenska liðið ekki að fylgja því eftir gegn Nígeríu og Króatíu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira