Forsala á tengiltvinnbílum frá Jeep hafin Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júní 2020 07:00 Jeep Renegade og Jeep Compass í tengiltvinnútfærslum. ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu. Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifin leðursæti (Compass) , rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4” upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl. segir í fréttatilkynningu frá ÍSBAND. Vélarnar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 1,9l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 2l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda. Hámarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst. Bílarnir eru boðnir á sérstöku forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kr. 5.499.000 og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent
ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu. Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifin leðursæti (Compass) , rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4” upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl. segir í fréttatilkynningu frá ÍSBAND. Vélarnar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 1,9l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 2l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda. Hámarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst. Bílarnir eru boðnir á sérstöku forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kr. 5.499.000 og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent