„Tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu við hátíðarhöld á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“ 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda