Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2020 09:17 Íslenskur stórlax Mynd: Árni Baldursson Nú hafa nokkrar vinsælar laxveiðiár opnað og fyrsta vikulega samantektin á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga komin á vefinn. Tölurnar má finna á www.angling.is og það er skemmtilegt að fylgjast með því vikulega hvernig veiðin er í ánum og þeir veiðimenn sem eiga bókaða daga fylgjast gjarnan vel með sinni á. Á þessum fyrsta vikulista er Eystri Rangá aflahæst með 46 laxa en byrjunin þar hefur verið feyknagóð og eftir því sem við best vitum er allur laxinn sem hefur veiðst tveggja ára lax. Það hefur sést lax um alla á og þó svo að einstaka veiðistaðir hafi verið að gefa betur en aðrir fyrstu dagana er það sem af er ekkert annað en vísbending um að Eystri Rangá gæti verið að stefna í baráttuna um toppsætin í sumar. Það skal réttilega tekið fram að þegar þessi frétt er skrifuð vantar toppveiðisvæðið við Urriðafoss sem er klárlega efst á listanum með yfir 200 laxa, þar vantar líka Norðurá og Þverá/Kjarrá sem allar eru komnar yfir 50 laxa. Við bíðum spennt eftir uppfærslu á listanum hjá Landssambandinu. Næstu ár á eftir eru Brennan með 23 laxa, Blanda 20 laxar, Miðfjarðará 20 laxar og Laxá í Leirársveit með 16 laxa. Við skulum líka hafa það í huga að tímabilið er rétt byrjað og fyrsti stóri straumur sumarsins er þann 24. júní en það er að öllu jöfnu sá straumur sem skilar til dæmis fyrstu stóru göngunum í árnar á vestur og suðurlandi. Það er ekki fyrr en í fyrstu og annari viku júlí sem það er með nokkuð góðri vissu spá fyrir um það hvernig sumarið gæti farið en eins og sagt er "so far, so good". Listann í heild sinni má finna á vef Landssambands Veiðifélaga en linkurinn er hér ofar í greininni. Stangveiði Mest lesið Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði
Nú hafa nokkrar vinsælar laxveiðiár opnað og fyrsta vikulega samantektin á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga komin á vefinn. Tölurnar má finna á www.angling.is og það er skemmtilegt að fylgjast með því vikulega hvernig veiðin er í ánum og þeir veiðimenn sem eiga bókaða daga fylgjast gjarnan vel með sinni á. Á þessum fyrsta vikulista er Eystri Rangá aflahæst með 46 laxa en byrjunin þar hefur verið feyknagóð og eftir því sem við best vitum er allur laxinn sem hefur veiðst tveggja ára lax. Það hefur sést lax um alla á og þó svo að einstaka veiðistaðir hafi verið að gefa betur en aðrir fyrstu dagana er það sem af er ekkert annað en vísbending um að Eystri Rangá gæti verið að stefna í baráttuna um toppsætin í sumar. Það skal réttilega tekið fram að þegar þessi frétt er skrifuð vantar toppveiðisvæðið við Urriðafoss sem er klárlega efst á listanum með yfir 200 laxa, þar vantar líka Norðurá og Þverá/Kjarrá sem allar eru komnar yfir 50 laxa. Við bíðum spennt eftir uppfærslu á listanum hjá Landssambandinu. Næstu ár á eftir eru Brennan með 23 laxa, Blanda 20 laxar, Miðfjarðará 20 laxar og Laxá í Leirársveit með 16 laxa. Við skulum líka hafa það í huga að tímabilið er rétt byrjað og fyrsti stóri straumur sumarsins er þann 24. júní en það er að öllu jöfnu sá straumur sem skilar til dæmis fyrstu stóru göngunum í árnar á vestur og suðurlandi. Það er ekki fyrr en í fyrstu og annari viku júlí sem það er með nokkuð góðri vissu spá fyrir um það hvernig sumarið gæti farið en eins og sagt er "so far, so good". Listann í heild sinni má finna á vef Landssambands Veiðifélaga en linkurinn er hér ofar í greininni.
Stangveiði Mest lesið Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði