Íslandsmót í holukeppni: Ólafía og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum Ísak Hallmundarson skrifar 20. júní 2020 19:00 Ólafía Þórunn hefur spilað vel um helgina og leikur í undanúrslitum á morgun. mynd/gsí/golf.is Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira