Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Markalaust var í leikhléi en Bilal Hussein kom AIK í forystu á 55.mínútu.
Hinn þrautreyndi Sebastian Larsson kom AIK svo í 0-2 með marki úr vítaspyrnu á 58.mínútu.
Kolbeini var skipt inná tíu mínútum síðar og lék leikinn til enda en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 0-2 fyrir AIK sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.