Simpson kom öllum á óvart og landaði sigri á nýju mótsmeti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 08:30 Simpson gat leyft sér að brosa eftir sigurinn í nótt. Streeter Lecka/Getty Images Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari. Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari.
Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30