Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 19:00 Gunnar Þór í leik með KR. Vísir/Bára Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18