Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 14:47 Kjörstaður fyrir fólk í sóttkví er við Hlíðarsmára 1. Vísir/Einar Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar
Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30
Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23