Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping þegar liðið heimsótti Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Ísak hefur verið í leikmannahópi Norrköping í öllum fyrstu fjórum leikjum liðsins á tímabilinu en fékk tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í dag.
Östersund komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik en Norrköping tókst að jafna fyrir leikhlé. Heimamenn komust aftur yfir snemma í síðari hálfleik en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir Norrköping á 69.mínútu og á lokamínútu venjulegs leiktíma kom Simon Thern Norrköping í 2-3.
Sead Haksabanovic átti lokaorðið í leiknum og gulltryggði 2-4 sigur Norrköping með marki í uppbótartíma.
Ísak lagði upp annað og þriðja mark Norrköping og spilaði allan leikinn.
Norrköping trónir á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir með fullt hús stiga.