Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 18:30 Borgarbúar hafa skilið blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. Vísir/Einar Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns. Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns.
Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08
Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00