Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman á Vesturlandsvegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 15:38 Lögreglan hefur lokað vettvanginn af. Vísir/Einar Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15. Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15.
Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira