Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2020 21:58 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld. Fíkn Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld.
Fíkn Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira