Lífið

Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Björn Steinbekk var í einlægu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.
Björn Steinbekk var í einlægu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Skjáskot

„Ég hef farið inn á geðdeild og beðið um hjálp tvisvar sinnum, í seinna skiptið ætlaði ég að drepa mig og það eru bara fjögur ár síðan,“ segir Björn Steinbekk. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Björn meðal annars um EM miðamálið, tónleikahaldið, drykkjuna og margt fleira. Björn viðurkennir að það sumar hafi hann verið mest hataðasti maður Íslands.

„Skiljanlega, ég gerði bara gjörsamlega upp á bak, “ segir Björn um miðamálið umdeilda. Björn komst í fréttirnar árið 2016 þegar hann hafði selt hundruðum Íslendinga miða á EM í fótbolta í sem hann gat svo ekki afhent í Frakklandi.

„Ég klúðraði málunum, bara klúðraði því. Ég held að það líði ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvað ég lét mörgum líða illa. Hvað ofboðslega mikið af fólki varð fyrir vonbrigðum.“

Átti hann ekki aðeins við um þá sem keyptu af honum miða heldur líka alla þá sem trúðu á hann, þekktu hann og treystu honum.

„En ég bara kom mér í þessar aðstæður.“

Svikinn af besta vininum

Björn segir í viðtalinu að hann hafi brugðist fólki og því hafi verið skiljanlegt að fólk hafi verið reitt og sárt.

„Ég hugsa um þetta á hverjum degi, dreymi þetta. Ég sé fólkið toga í mig og konuna mína, ég meina börnin mín voru þarna. Fólk veit það ekki, þau voru á leiknum. Þau urðu vitni að þessu, sex og tíu ára. Ég meina hvaða maður kemur með börnin sín á fótboltaleik ef hann ætlar að svíkja 456 manns.“

Hann segist ekki hafa ráðið við aðstæðurnar. „En það versta við þetta var náttúrulega, að besti vinur minn sveik mig. Þetta var bara ömurlegt.“

Björn grætur þegar hann ræðir þennan tíma, en í nóvember árið 2016 kláraði hann batteríin og byrjaði að skrifa kveðjubréf.

„Ég ætlaði bara að klára þetta en sem betur fer þá fór ég bara niður á geðdeild.“

Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en þátturinn í heild sinni er kominn á Youtube.

Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Björn Steinbekk

Tengdar fréttir

„Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu“

Jóhannes Kr Kristjánsson blaðamaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa elt þríeykið svokallaða baksviðs undanfarna mánuði til þess að gera heimildarþætti um Covid faraldurinn á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.