Bifhjólamenn mótmæltu við Vegagerðina Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2020 12:44 Bifhjólamennirnir minntust fallinna félaga. Vísir/Vilhelm Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist. Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið. Á mótmælunum var lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður mínútuþögn.Vísir/Vilhelm Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga. Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið. Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Fréttin hefur verið uppfærð. Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist. Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið. Á mótmælunum var lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður mínútuþögn.Vísir/Vilhelm Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga. Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið. Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55
Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16