Fótbrotið sem markar lok ferilsins: „Fórum báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 13:03 Helgi Valur Daníelsson fluttur fótbrotinn af velli í gær. vísir/vilhelm „Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
„Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35