Pétur um höfuðhöggið: „Þakklátur fyrir að ekki fór verr“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 14:15 Pétur Viðarsson hafði nýverið tekið skóna af hillunni. vísir/bára Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“ Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann