Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:52 Bessastaðir, þar sem forseti mun aðeins geta setið í 12 ár samfellt verði breytingarnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí. Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira