Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 11:13 Volvo hefur verið í eigu kínverska félagins Zhejiang Geely Holding Group frá árinu 2010. Innköllunin nú er sú stærsta í sögu framleiðandans. Vísir/EPA Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg. Bílar Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg.
Bílar Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent