Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira