Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 12:17 Norræna lagðist við bryggju fyrr í dag, nokkuð á eftir áætlun. Vísir/Jóhann K. Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti. Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti.
Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira