Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 23:18 Bolsonaro, hér með grímu, hefur verið lítið fyrir það að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Getty/NurPhoto Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira