Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 13:30 Kári í leik gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/HAG Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12
KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30
Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54
Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23