Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2020 11:20 Ísak Bergmann hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. getty/Piaras Ó Mídheach „Í framtíðinni getum við sagt barnabörnunum okkar að við sáum fyrsta mark Ísaks Bergmann Jóhannessonar í sænsku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet, í umfjöllun sinni um 3-1 sigur Norrköping á Göteborg í gær. Umræddur Ísak kom Norrköping yfir með góðu skoti á 26. mínútu. Það var hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak lagði svo upp annað mark Norrköping fyrir Lars Gerson. Ísak hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur deildarleikjum Norrköping. Í þeim hefur þessi sautján ára Skagastrákur skorað eitt mark og lagt upp þrjú. „Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hversu góður hann getur orðið,“ sagði áðurnefndur Robert Laul þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í morgun. Hann er svo ungur en spilar eins og fullþroska fótboltamaður. Eftir leikinn í gær sagði þjálfari Norrköping [Jens Gustafsson] að Ísak eins og hann byggi yfir reynslu 35 ára leikmanns. Við erum eiginlega orðlaus. Við sjáum hann sem hæfileikaríkasta unga leikmanninn í sænsku deildinni. Það eru engir sænskir leikmenn sem búa yfir þessum hæfileikum. Laul greip því næst í skemmtilega líkingu úr myndasöguheiminum. „Ísak er eins og Batman. Hann er ofurhetja án ofurkrafta,“ sagði Laul. Farið fram úr væntingum Ísak kom við sögu í einum leik með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann spilaði talsvert á undirbúningstímabilinu og Laul segist hafa búist við því að hann gæti gert góða hluti í sumar. En kannski ekki svona góða. „Fyrir tímabilið gerðum við lista yfir bestu ungu leikmennina í sænsku úrvalsdeildinni og hann var þar í 1. sæti. En samt gátum við ekki ímyndað okkur að hann myndi gera svona mikið, svona snemma á tímabilinu. Það kemur okkur á óvart hvað hann hefur þroskast hratt,“ sagði Laul. Alexander Isak eini sem hægt er að líkja við Ísak Hann segir að Ísak búi yfir miklum leikskilningi, yfirvegun og fari frábærlega með boltann. „Það sem gerir hann svo einstakan er að hann er bara sautján ára. Og þegar þú sérð sautján ára leikmenn eiga þeir margt eftir ólært. En hann virðist ráða við allt,“ sagði Laul. „Hann er með mikla tækni og getur gert hluti með boltann á miklum hraða. Hann getur tekið boltann með sér á fullri ferð í átt að marki andstæðinganna og sett hann í netið. Ég hef aldrei séð sautján ára leikmann gera þessa hluti, nema kannski Alexander Isak,“ sagði Laul og vísaði til sænska landsliðsframherjans sem leikur nú með Real Sociedad á Spáni. Ísak er ekki fyrsti Skagamaðurinn sem slær í gegn hjá Norrköping.getty/Alex Grimm „Hann var á þessu getustigi fyrir nokkrum árum og það er helst hann sem kemur upp í hugann þegar maður sér svona hæfileikaríkan strák. Zlatan [Ibrahimovic] var nokkru eldri þegar hann skaust fram á sjónarsviðið í sænsku úrvalsdeildinni.“ Hefur vakið athygli stærri félaga Laul efast um að Ísak verði lengi í herbúðum Norrköping og hann hafi þegar vakið athygli stærri félaga. „Ég get ekki ímyndað mér að hann verði mikið lengur en út sumarið. Stærri félög reyna væntanlega að fá hann því hann er einfaldlega það hæfileikaríkur,“ sagði Laul. „Kannski vill hann vera áfram í Svíþjóð og öðlast meiri reynslu áður en hann tekur næsta skref á ferlinum. En ég er sannfærður um að stærri félög reyni að kaupa hann í sumar.“ Á toppnum öllum að óvörum Norrköping er með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sex umferðir. Laul segir að það sé óvænt staða. „Fyrir tímabilið trúði því enginn. En þetta er mjög sérstakt tímabil. Það eru engir áhorfendur á leikjum og mörg af stóru liðunum hafa ekki náð sér á strik. Stærsti óvinur Norrköping eru þeir sjálfir. Þeir einir geta komið í veg fyrir að þeir verði meistarar,“ sagði Laul. Annar Skagamaður, Arnór Sigurðsson, sló í gegn hjá Norrköping fyrir tveimur árum og var í kjölfarið seldur til CSKA Moskvu.vísir/getty Norrköping hefur afar góða reynslu af íslenskum leikmönnum. Stefán Þór Þórðarson er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins, Arnór Ingvi Traustason hjálpaði Norrköping að verða sænskur meistari 2016 og nafni hans, Sigurðsson, var seldur til CSKA Moskvu eftir að hafa slegið í gegn í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. „Norrköping eru góðir með unga leikmenn. Þeir leggja mikla áherslu á að þróa leikmenn, ekki bara að vinna titla. Stefna félagsins er að gera unga leikmenn betri. Það er í þeirra DNA,“ sagði Laul að lokum. Sænski boltinn Tengdar fréttir „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Hangið heima með Ísak Bergmanni: „Akranes er besti staður í heimi“ Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. 30. júní 2020 17:00 Ísak átti sjö lykilsendingar og tæplega 93% sendinga hans voru heppnaðar Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag og hann byrjar heldur betur af krafti. 28. júní 2020 09:15 Ísak lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn í byrjunarlið toppliðsins í sænsku úrvalsdeildinni með látum. 27. júní 2020 14:57 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Í framtíðinni getum við sagt barnabörnunum okkar að við sáum fyrsta mark Ísaks Bergmann Jóhannessonar í sænsku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet, í umfjöllun sinni um 3-1 sigur Norrköping á Göteborg í gær. Umræddur Ísak kom Norrköping yfir með góðu skoti á 26. mínútu. Það var hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak lagði svo upp annað mark Norrköping fyrir Lars Gerson. Ísak hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur deildarleikjum Norrköping. Í þeim hefur þessi sautján ára Skagastrákur skorað eitt mark og lagt upp þrjú. „Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hversu góður hann getur orðið,“ sagði áðurnefndur Robert Laul þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í morgun. Hann er svo ungur en spilar eins og fullþroska fótboltamaður. Eftir leikinn í gær sagði þjálfari Norrköping [Jens Gustafsson] að Ísak eins og hann byggi yfir reynslu 35 ára leikmanns. Við erum eiginlega orðlaus. Við sjáum hann sem hæfileikaríkasta unga leikmanninn í sænsku deildinni. Það eru engir sænskir leikmenn sem búa yfir þessum hæfileikum. Laul greip því næst í skemmtilega líkingu úr myndasöguheiminum. „Ísak er eins og Batman. Hann er ofurhetja án ofurkrafta,“ sagði Laul. Farið fram úr væntingum Ísak kom við sögu í einum leik með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann spilaði talsvert á undirbúningstímabilinu og Laul segist hafa búist við því að hann gæti gert góða hluti í sumar. En kannski ekki svona góða. „Fyrir tímabilið gerðum við lista yfir bestu ungu leikmennina í sænsku úrvalsdeildinni og hann var þar í 1. sæti. En samt gátum við ekki ímyndað okkur að hann myndi gera svona mikið, svona snemma á tímabilinu. Það kemur okkur á óvart hvað hann hefur þroskast hratt,“ sagði Laul. Alexander Isak eini sem hægt er að líkja við Ísak Hann segir að Ísak búi yfir miklum leikskilningi, yfirvegun og fari frábærlega með boltann. „Það sem gerir hann svo einstakan er að hann er bara sautján ára. Og þegar þú sérð sautján ára leikmenn eiga þeir margt eftir ólært. En hann virðist ráða við allt,“ sagði Laul. „Hann er með mikla tækni og getur gert hluti með boltann á miklum hraða. Hann getur tekið boltann með sér á fullri ferð í átt að marki andstæðinganna og sett hann í netið. Ég hef aldrei séð sautján ára leikmann gera þessa hluti, nema kannski Alexander Isak,“ sagði Laul og vísaði til sænska landsliðsframherjans sem leikur nú með Real Sociedad á Spáni. Ísak er ekki fyrsti Skagamaðurinn sem slær í gegn hjá Norrköping.getty/Alex Grimm „Hann var á þessu getustigi fyrir nokkrum árum og það er helst hann sem kemur upp í hugann þegar maður sér svona hæfileikaríkan strák. Zlatan [Ibrahimovic] var nokkru eldri þegar hann skaust fram á sjónarsviðið í sænsku úrvalsdeildinni.“ Hefur vakið athygli stærri félaga Laul efast um að Ísak verði lengi í herbúðum Norrköping og hann hafi þegar vakið athygli stærri félaga. „Ég get ekki ímyndað mér að hann verði mikið lengur en út sumarið. Stærri félög reyna væntanlega að fá hann því hann er einfaldlega það hæfileikaríkur,“ sagði Laul. „Kannski vill hann vera áfram í Svíþjóð og öðlast meiri reynslu áður en hann tekur næsta skref á ferlinum. En ég er sannfærður um að stærri félög reyni að kaupa hann í sumar.“ Á toppnum öllum að óvörum Norrköping er með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sex umferðir. Laul segir að það sé óvænt staða. „Fyrir tímabilið trúði því enginn. En þetta er mjög sérstakt tímabil. Það eru engir áhorfendur á leikjum og mörg af stóru liðunum hafa ekki náð sér á strik. Stærsti óvinur Norrköping eru þeir sjálfir. Þeir einir geta komið í veg fyrir að þeir verði meistarar,“ sagði Laul. Annar Skagamaður, Arnór Sigurðsson, sló í gegn hjá Norrköping fyrir tveimur árum og var í kjölfarið seldur til CSKA Moskvu.vísir/getty Norrköping hefur afar góða reynslu af íslenskum leikmönnum. Stefán Þór Þórðarson er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins, Arnór Ingvi Traustason hjálpaði Norrköping að verða sænskur meistari 2016 og nafni hans, Sigurðsson, var seldur til CSKA Moskvu eftir að hafa slegið í gegn í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. „Norrköping eru góðir með unga leikmenn. Þeir leggja mikla áherslu á að þróa leikmenn, ekki bara að vinna titla. Stefna félagsins er að gera unga leikmenn betri. Það er í þeirra DNA,“ sagði Laul að lokum.
Sænski boltinn Tengdar fréttir „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Hangið heima með Ísak Bergmanni: „Akranes er besti staður í heimi“ Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. 30. júní 2020 17:00 Ísak átti sjö lykilsendingar og tæplega 93% sendinga hans voru heppnaðar Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag og hann byrjar heldur betur af krafti. 28. júní 2020 09:15 Ísak lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn í byrjunarlið toppliðsins í sænsku úrvalsdeildinni með látum. 27. júní 2020 14:57 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00
Hangið heima með Ísak Bergmanni: „Akranes er besti staður í heimi“ Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. 30. júní 2020 17:00
Ísak átti sjö lykilsendingar og tæplega 93% sendinga hans voru heppnaðar Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag og hann byrjar heldur betur af krafti. 28. júní 2020 09:15
Ísak lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn í byrjunarlið toppliðsins í sænsku úrvalsdeildinni með látum. 27. júní 2020 14:57
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti