Tónlist

Föstudagsplaylisti Axis Dancehall

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Axis lagsmenn eru agndofa yfir magni tónlistar sem fyrirfinnst.
Axis lagsmenn eru agndofa yfir magni tónlistar sem fyrirfinnst. Atli Þór Einarsson

Axis Dancehall er íslenskt raftónlistardúó skipað þeim Atla Steini Bjarnasyni og Grétari Mar Sigurðssyni.

Snemma á síðasta ári kom út fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Celebs, og sá post-dreifing um útgáfuna.

Sveitin setti saman risavaxinn lagalista fyrir Vísi, sem er um átta og hálf klukkustund að lengd.

„Þessi playlisti er allt og ekkert, bara ógeðslega mikið af öllu fyrir alla!“ segja þeir kumpánar um listann og titla hann „VÁ HVAÐ ÞAÐ ER MIKIÐ TIL AF TÓNLIST“.

Dúóið vinnur nú að alls konar efni sem mun koma út á þessu ári og er lagið Shish Kebab þar í forgangi.

„Fólk á eftir að shish kebabba yfir sig,” segja þeir um lagið sem er búið að liggja á yfirgefnum hörðum disk í 3 ár.

„Já við týndum þessu öllu,“ halda þeir áfram og segjast hafa leitað og leitað að því.

Þeir hafi sem betur fer fundið það og leggja áherslu á að það sé „alveeeg að verða tilbúið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.