Andrés Indriðason látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:31 Andrés Indriðason er látinn, 78 ára að aldri. Aðsend Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Andlát Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis.
Andlát Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira