Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 07:29 Andrzej Duda og eiginkona hans, Agata Kornhauser Duda fögnuðu fyrstu tölum í gærkvöldi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski. Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski.
Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00