Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 22:00 Heimsmeistaralið Frakka er vitaskuld eitt albesta liðið í FIFA-leiknum en á Íslandsmótinu nota menn lið sem þeir hafa sett saman sjálfir í Ultimate Team-hluta leiksins. MYND/STÖÐ 2 SPORT Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. Aron Þormar Lárusson og Róbert Daði Sigurþórsson úr Fylki, sem eru í hópi bestu þriggja prósenta heims í leiknum, eru báðir í undanúrslitunum og þeir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Undanúrslitin hefjast kl. 15 á morgun. Aron Þormar mætir Leifi Sævarssyni úr LFG en Róbert Daði mætir Tindi Örvari Örvarssyni úr Elliða. Hátt í 60 spilarar hófu keppni á Íslandsmótinu og á morgun verður Íslandsmeistari krýndur. „Við ætlum að mætast í úrslitunum,“ segja þeir Aron og Róbert, en Róbert hafði betur þegar þeir félagar mættust síðast, með marki í uppbótartíma. Róbert sagði Kjartani frá því að hann hefði á einum tímapunkti verið í hópi 100 bestu spilara heims. Aron var í nýstofnuðu landsliði Íslands sem mætti Rúmeníu í vináttulandsleik á dögunum. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Rafíþróttir Sportið í dag Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á laugardaginn: Kynning á leikmönnunum í Árbæjarslagnum Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. 16. apríl 2020 12:30 Árbæingar áberandi í Íslandsmótinu í FIFA Þrír af fjórum leikmönnum í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta koma frá íþróttafélögum í Árbænum. Alls tóku 50 leikmenn þátt í mótinu en nú standa fjórir eftir. 11. apríl 2020 17:00 Ísland og Rúmenía mættust í FIFA 20 Vináttulandsleikur Íslands og Rúmeníu í FIFA 20 fer fram klukkan 16.30 í dag. 26. mars 2020 15:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. Aron Þormar Lárusson og Róbert Daði Sigurþórsson úr Fylki, sem eru í hópi bestu þriggja prósenta heims í leiknum, eru báðir í undanúrslitunum og þeir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Undanúrslitin hefjast kl. 15 á morgun. Aron Þormar mætir Leifi Sævarssyni úr LFG en Róbert Daði mætir Tindi Örvari Örvarssyni úr Elliða. Hátt í 60 spilarar hófu keppni á Íslandsmótinu og á morgun verður Íslandsmeistari krýndur. „Við ætlum að mætast í úrslitunum,“ segja þeir Aron og Róbert, en Róbert hafði betur þegar þeir félagar mættust síðast, með marki í uppbótartíma. Róbert sagði Kjartani frá því að hann hefði á einum tímapunkti verið í hópi 100 bestu spilara heims. Aron var í nýstofnuðu landsliði Íslands sem mætti Rúmeníu í vináttulandsleik á dögunum. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Rafíþróttir Sportið í dag Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á laugardaginn: Kynning á leikmönnunum í Árbæjarslagnum Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. 16. apríl 2020 12:30 Árbæingar áberandi í Íslandsmótinu í FIFA Þrír af fjórum leikmönnum í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta koma frá íþróttafélögum í Árbænum. Alls tóku 50 leikmenn þátt í mótinu en nú standa fjórir eftir. 11. apríl 2020 17:00 Ísland og Rúmenía mættust í FIFA 20 Vináttulandsleikur Íslands og Rúmeníu í FIFA 20 fer fram klukkan 16.30 í dag. 26. mars 2020 15:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á laugardaginn: Kynning á leikmönnunum í Árbæjarslagnum Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. 16. apríl 2020 12:30
Árbæingar áberandi í Íslandsmótinu í FIFA Þrír af fjórum leikmönnum í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta koma frá íþróttafélögum í Árbænum. Alls tóku 50 leikmenn þátt í mótinu en nú standa fjórir eftir. 11. apríl 2020 17:00
Ísland og Rúmenía mættust í FIFA 20 Vináttulandsleikur Íslands og Rúmeníu í FIFA 20 fer fram klukkan 16.30 í dag. 26. mars 2020 15:30