Hittu loksins fjölskyldur sínar eftir fjögurra mánaða fjarveru í miðjum heimsfaraldri Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 22:01 Fjöldi fjölskyldna biðu við höfnina þegar Dettifoss sigldi að höfn. Stöð 2 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“ Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“
Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28