Arnar Grétars: Tók mig ekki langan tíma að segja já Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 16:10 Arnar er spenntur fyrir nýja starfinu vísir/ernir Arnar Grétarsson tók við starfi þjálfara hjá KA í Pepsi Max deild karla í dag. Arnar hefur áður þjálfað Breiðablik á Íslandi og nú síðast þjálfaði hann KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu, þar sem hann var látinn fara í nóvember síðastliðnum. Hann sagði nýja starfið leggjast vel í sig þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn. ,,Þetta leggst bara vel í mig, maður vonast auðvitað aldrei til þess að þjálfarar séu reknir, ég tala ekki um svona snemma, manni finnst það alltaf leiðinlegt. En það er bara eins og það er og það er verkefni fyrir höndum, ég á eftir að hitta hópinn og hlakka til þess, KA er spennandi félag og með mikið af fínum knattspyrnumönnum, þannig það er verðugt verkefni. Árangurinn hlýtur að vera undir væntingum, annars væru þeir ekki að reka þjálfarann, þrjú stig í sex leikjum er kannski ekki það sem menn fóru út í tímabilið með. Það er verkefni fyrir höndum,‘‘ segir Arnar. Hann var ekki tilbúinn að gefa út neinar yfirlýsingar um hvernig fótbolta KA muni spila undir hans stjórn. ,,Ég hef sem betur fer verið að fylgjast svolítið með deildinni og séð nokkra leiki með KA en það er eitt og annað er að vinna með hópnum. Fyrst verður það auðvitað þannig að ég þarf að tala við aðstoðarmennina sem eru búnir að vinna með hópnum og heyra síðan í leikmönnum sjálfum, svo eftir það fer maður hægt og rólega kannski að mynda sér einhverja stefnu, hvað manni finnst best og vænlegast til árangurs. Ég er í engri stöðu til að segja það akkúrat núna. Það verður bara að koma í ljós.‘‘ ,,Ég veit hvar KA endaði í fyrra og hver voru plönin, það var að reyna að gera betur og það eru margir fínir fótboltamenn hér, en það er ekki alltaf nóg. Þú þarft að búa til liðsheild og stemmningu og að allir séu að vinna fyrir hvern og einn. Liðsheild nær alltaf árangri, það eru ekki einstaklingar, þannig að hópurinn er fínn og erfitt fyrir mig að segja á þessum tímapunkti nákvæmlega hvað maður ætlar að gera og hver markmiðin verða, fyrst er auðvitað að kynnast mannskapnum og mannskapurinn að kynnast mér, svo tökum við eitt lítið skref í einu.‘‘ Arnar segir að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig í dag. ,,Ég held að þegar það eru búnar sex umferðir af deildinni og þeir taka þessa ákvörðun, það var ekki búið að ræða við mig áður, ég veit ekki hvort þeir hafi rætt við einhverja aðra en ég held að þeir hafi bara tekið þessa ákvörðun eftir síðasta leik og einhver atburðarás farið af stað. Ég er nýbúinn að heyra í þeim, þannig þetta er alveg allt nýtt fyrir mér.‘‘ Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. ,,Það tók mig svo sem ekki langan tíma að segja já, mér finnst þetta spennandi verkefni alveg frá byrjun, þannig að það var tiltölulega einfalt. Þú verður bara að nýta öll þau tækifæri sem þú færð og reyna að gera eins vel í stöðunni og þú getur. Þetta er klárlega gott tækifæri, ég átti ekki endilega von á því að félögin færu að reka einhverja þjálfara svona snemma, en því miður gerist þetta í fótbolta. Þetta er það að vera þjálfari í knattspyrnu, það sem er slæmt fyrir einn er gott fyrir annan, því miður. Númer eitt, tvö og þrjú er að rétta KA af og fara að safna svolítið af stigum, það er númer eitt, tvö, þrjú og fjögur.‘‘ Spurður út í næsta leik KA, sem er gegn Gróttu á Akureyri, segir Arnar að liðið verði að hafa það að markmiði að vinna alla heimaleiki. ,,Það er eins og hver annar leikur. Sex stiga leikur þar sem Grótta er einu stigi fyrir ofan okkur. Við erum á heimavelli og ég held að það hljóti að vera markmið hjá KA að vinna hvern einasta heimaleik, það er engin breyting þar á, en ég geri mér grein fyrir því að það verður verðugt verkefni, Grótta hefur verið að spila fína leiki þrátt fyrir misdag á móti Skagamönnum sem voru líka mjög góðir á þeim degi. Við þurfum bara að eiga góðan dag til að sækja þrjú stig, það er alveg klárt að það verður erfitt verkefni. En eins og ég segi er farið í alla heimaleiki til að vinna, það er bara svoleiðis,‘‘ sagði Arnar að lokum. KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Arnar Grétarsson tók við starfi þjálfara hjá KA í Pepsi Max deild karla í dag. Arnar hefur áður þjálfað Breiðablik á Íslandi og nú síðast þjálfaði hann KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu, þar sem hann var látinn fara í nóvember síðastliðnum. Hann sagði nýja starfið leggjast vel í sig þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn. ,,Þetta leggst bara vel í mig, maður vonast auðvitað aldrei til þess að þjálfarar séu reknir, ég tala ekki um svona snemma, manni finnst það alltaf leiðinlegt. En það er bara eins og það er og það er verkefni fyrir höndum, ég á eftir að hitta hópinn og hlakka til þess, KA er spennandi félag og með mikið af fínum knattspyrnumönnum, þannig það er verðugt verkefni. Árangurinn hlýtur að vera undir væntingum, annars væru þeir ekki að reka þjálfarann, þrjú stig í sex leikjum er kannski ekki það sem menn fóru út í tímabilið með. Það er verkefni fyrir höndum,‘‘ segir Arnar. Hann var ekki tilbúinn að gefa út neinar yfirlýsingar um hvernig fótbolta KA muni spila undir hans stjórn. ,,Ég hef sem betur fer verið að fylgjast svolítið með deildinni og séð nokkra leiki með KA en það er eitt og annað er að vinna með hópnum. Fyrst verður það auðvitað þannig að ég þarf að tala við aðstoðarmennina sem eru búnir að vinna með hópnum og heyra síðan í leikmönnum sjálfum, svo eftir það fer maður hægt og rólega kannski að mynda sér einhverja stefnu, hvað manni finnst best og vænlegast til árangurs. Ég er í engri stöðu til að segja það akkúrat núna. Það verður bara að koma í ljós.‘‘ ,,Ég veit hvar KA endaði í fyrra og hver voru plönin, það var að reyna að gera betur og það eru margir fínir fótboltamenn hér, en það er ekki alltaf nóg. Þú þarft að búa til liðsheild og stemmningu og að allir séu að vinna fyrir hvern og einn. Liðsheild nær alltaf árangri, það eru ekki einstaklingar, þannig að hópurinn er fínn og erfitt fyrir mig að segja á þessum tímapunkti nákvæmlega hvað maður ætlar að gera og hver markmiðin verða, fyrst er auðvitað að kynnast mannskapnum og mannskapurinn að kynnast mér, svo tökum við eitt lítið skref í einu.‘‘ Arnar segir að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig í dag. ,,Ég held að þegar það eru búnar sex umferðir af deildinni og þeir taka þessa ákvörðun, það var ekki búið að ræða við mig áður, ég veit ekki hvort þeir hafi rætt við einhverja aðra en ég held að þeir hafi bara tekið þessa ákvörðun eftir síðasta leik og einhver atburðarás farið af stað. Ég er nýbúinn að heyra í þeim, þannig þetta er alveg allt nýtt fyrir mér.‘‘ Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. ,,Það tók mig svo sem ekki langan tíma að segja já, mér finnst þetta spennandi verkefni alveg frá byrjun, þannig að það var tiltölulega einfalt. Þú verður bara að nýta öll þau tækifæri sem þú færð og reyna að gera eins vel í stöðunni og þú getur. Þetta er klárlega gott tækifæri, ég átti ekki endilega von á því að félögin færu að reka einhverja þjálfara svona snemma, en því miður gerist þetta í fótbolta. Þetta er það að vera þjálfari í knattspyrnu, það sem er slæmt fyrir einn er gott fyrir annan, því miður. Númer eitt, tvö og þrjú er að rétta KA af og fara að safna svolítið af stigum, það er númer eitt, tvö, þrjú og fjögur.‘‘ Spurður út í næsta leik KA, sem er gegn Gróttu á Akureyri, segir Arnar að liðið verði að hafa það að markmiði að vinna alla heimaleiki. ,,Það er eins og hver annar leikur. Sex stiga leikur þar sem Grótta er einu stigi fyrir ofan okkur. Við erum á heimavelli og ég held að það hljóti að vera markmið hjá KA að vinna hvern einasta heimaleik, það er engin breyting þar á, en ég geri mér grein fyrir því að það verður verðugt verkefni, Grótta hefur verið að spila fína leiki þrátt fyrir misdag á móti Skagamönnum sem voru líka mjög góðir á þeim degi. Við þurfum bara að eiga góðan dag til að sækja þrjú stig, það er alveg klárt að það verður erfitt verkefni. En eins og ég segi er farið í alla heimaleiki til að vinna, það er bara svoleiðis,‘‘ sagði Arnar að lokum.
KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira