„Hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 MAMMÚT gefur út plötuna 23.október. mynd/saga sig „Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína. Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
„Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína.
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira