Óttast mest einkennalausar félagsverur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 14:50 Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á fundi dagsins. Lögreglan Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51