Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:00 Eiður Smári Guðjohnsen í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið
FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32