„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:30 Logi Ólafsson í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
„Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti