„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:30 Logi Ólafsson í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira
„Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. Logi og Eiður taka við FH í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið er fimm stigum frá toppnum og á leik til góða á flest liðanna fyrir ofan sig. Logi stýrði FH síðast á árunum 2000-2001, kom liðinu upp í úrvalsdeild og endaði með það í 3. sæti seinna árið, og er talinn eiga ríkan þátt í þeirri gullöld FH-inga sem fylgdi í kjölfarið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur eftir 20 ára hlé. Þetta er svona það eina sem að ég gat hugsað mér að gera í þessari þjálfun. Verkefnið er ærið en við Eiður teljum okkur geta komið hingað og blásið aðeins í seglin, og gert góða hluti,“ segir Logi. Þeir Eiður taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem ráðinn var þjálfari Esbjerg í Danmörku í dag. „Ég vil taka það fram að við tökum við mjög góðu og faglegu búi hjá Ólafi Kristjánssyni, og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það má alltaf gera betur og við ætlum að reyna það. Þetta byrjaði vel en svo hefur þetta hikstað aðeins og það er okkar að reyna að rétta úr kútnum,“ segir Logi. Viðurkenni á mig glæpinn Logi hefur áður tekið sér hlé frá þjálfun og margir hafa eflaust talið að þjálfaraferlinum væri nú lokið: „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt.“ Logi segir að stefnan hafi strax verið sett á að Eiður Smári myndi stýra liðinu með honum: „Það var talað um það fyrst að við ætluðum að reyna að ráðast á hann og það gekk sem betur fer. Þetta er náttúrulega maður sem að á einhverja mestu og bestu sögu í íslenskum fótbolta. Hann er með gríðarlega reynslu og þekkingu, og svo á hann gott með að koma hlutunum frá sér líka.“ Fyrsti leikur FH undir stjórn Loga og Eiðs er á laugardaginn þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. „Við munum gera okkar allra besta til að ná góðum árangri. Við ætlum að reyna að búa til lið sem að hefur gaman að því sem það er að gera, leggur sig 100 prósent fram í öll verkefni og er tilbúið að fórna sér fyrir félagið,“ segir Logi. Klippa: Sportpakkinn - Logi Ólafs eftir ráðninguna hjá FH
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32